Vetrarfærð er á landinu öllu

Vetrarfærð er um allt land.
Vetrarfærð er um allt land. mbl.is/Rax

Vetr­ar­færð er á öllu land­inu, hálka og snjóþekja í fyrstu en unnið er að hreins­un víða. Spáð er suðvest­an 8-13 m/​s og él, en hæg­ari aust­an­til og þurrt að mestu. Hæg­ari vind­ur í kvöld og úr­komu­lítið. Frost 0 til 10 stig, kald­ast inn til lands­ins, en sums staðar frost­laust við suðvest­ur­strönd­ina. 

Hálka er á höfuðborg­ar­svæðinu, en hálku­blett­ir á Reykja­nes­braut.  Snjóþekja er á Hell­is­heiði og í Þrengsl­um. Hálka er víðast hvar á Suður­landi.

Á Vest­ur­landi er Snjóþekja nán­ast á öll­um leiðum.

Á Vest­fjörðum er hálka í djúp­inu, þæf­ings­færð á Gem­lu­falls­heiði og á Stein­gríms­fjarðar­heiði en snjóþekja er á sunn­an­verðum Vest­fjörðum.

Á Norður­landi er hálka nán­ast á á öll­um leiðum, en snjóþekja er á Öxna­dals­heiði og Þæf­ings­færð sem stend­ur í Norðurár­dal.

Bú­ast má við vax­andi suðaust­an átt í nótt og í fyrra­málið með snjó­komu eða slyddu, fyrst suðvest­an­til. Tals­verð slydda eða rign­ing sunn­an­lands á morg­un. Suðaust­an 15-23 síðdeg­is, hvass­ast suðvest­an­til. Hiti 2 til 8 stig sunn­an­lands, en hiti um frost­mark fyr­ir norðan.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert