Vetrarfærð er á öllu landinu, hálka og snjóþekja í fyrstu en unnið er að hreinsun víða. Spáð er suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari austantil og þurrt að mestu. Hægari vindur í kvöld og úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins, en sums staðar frostlaust við suðvesturströndina.
Hálka er á höfuðborgarsvæðinu, en hálkublettir á Reykjanesbraut. Snjóþekja er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er víðast hvar á Suðurlandi.
Á Vesturlandi er Snjóþekja nánast á öllum leiðum.
Á Vestfjörðum er hálka í djúpinu, þæfingsfærð á Gemlufallsheiði og á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja er á sunnanverðum Vestfjörðum.
Á Norðurlandi er hálka nánast á á öllum leiðum, en snjóþekja er á Öxnadalsheiði og Þæfingsfærð sem stendur í Norðurárdal.
Búast má við vaxandi suðaustan átt í nótt og í fyrramálið með snjókomu eða slyddu, fyrst suðvestantil. Talsverð slydda eða rigning sunnanlands á morgun. Suðaustan 15-23 síðdegis, hvassast suðvestantil. Hiti 2 til 8 stig sunnanlands, en hiti um frostmark fyrir norðan.