Aðildarumsóknin á byrjunarreit

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Árni Sæberg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir þá vinnu sem sett hafi verið í aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hafi í raun ekkert gildi lengur. Aðildarumsóknin sé því í raun á byrjunarreit. Sigmundur á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar snemma árinu. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í morgun, þar sem Sigmundur var einn gestur í þættinum.

Aðildarviðræður Íslands og sambandsins höfðu staðið í 18 mánuði þegar gert var hlé á þeim, en af orðum Sigmundar að dæma þá verða þær ekki teknar upp aftur. Þegar hlé var gert á viðræðunum höfðu 27 af 33 samningsköflum verið opnaðir.

Af þessum 27 köflum voru 11 frágengnir og 16 enn opnir. Hins vegar átti enn eftir að opna viðamestu kaflana, til að mynda um landbúnað og sjávarútveg.

Sigmundur sagði í viðtalinu að „það er orðið ósköp lítið eftir að  [þessari vinnu] vegna þess að það var farið í að ræða þarna einhverja kafla á vegum síðustu ríkisstjórnar, sú vinna heldur í rauninni ekki gildi sínu lengur, bæði vegna þeirra hröðu breytinga sem eru að eiga sér stað í Evrópusambandinu og vegna þess að það er ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda að fallast á allt það sem síðasta ríkisstjórn var tilbúin til að fallast á. Þannig að því leytinu til erum við á byrjunarreit.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka