Frestað á síðustu stundu

Allt var til reiðu en Dean Gunnarsson frestaði á síðustu …
Allt var til reiðu en Dean Gunnarsson frestaði á síðustu stundu. mbl.is/Eggert

Kanadíski hverfilistamaðurinn Dean Gunnarsson frestaði því á síðustu stundu að láta verða af lífshættulegum gjörningi sínum við Sólfarið á Sæbrautinni en hann átti að fara fram á milli klukkan 16 og 17 í dag. Allt var til reiðu, vegatálmar komnir upp og slökkvilið mætt á svæðið þegar Dean frestaði.

Dean hugðist láta hlekkja sig við brennandi víkingaskip hlaðið sprengiefnum og ætlaði hann að losa sig og synda til lands á afar stuttum tíma. Tækist honum það ekki yrði hann eldinum og sprengjunum að bráð.

Í samtali við mbl.is fyrir helgi sagði hann veðurskilyrði á Íslandi gera gjörninginn enn hættulegri.

Gjörningnum var frestað í gær en í dag var ákveðið að láta verða af honum. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum er ástæða frestunarinnar núna að ekki tókst að koma bátnum á flot vegna veðurs.

Ekki er vitað hvenær Dean Gunnarsson mun ráðast í gjörninginn en þeir sem bíða spenntir eru beðnir að fylgjast með á facebooksíðu hans.

Fréttir mbl.is um gjörninginn:

Lífshættulegur gjörningur í dag eftir allt saman

Lífshættulegum gjörningi frestað

Framkvæmir lífshættulegan gjörning við Sólfarið 

Myndband af einu af mörgum áhættuatriðum Deans: 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert