Úrsögn bitnar á barnastarfi

Solveig Lara Guð,undsdóttir.
Solveig Lara Guð,undsdóttir. mbl.is/Gylfi Jónsson

„Fyrir hrun vorum við með 138 embætti presta, en nú aðeins 107 embætti.  Auk þess hafa sóknargjöldin verið skert umfram annað í samfélaginu,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, þegar hún er spurð um stöðu þjóðkirkjunnar um þessar mundir.

Hún bendir á að á síðasta ári hafi sóknargjöld numið 793,53 krónum á mánuði en á þessu ári verði þau samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 810 krónur. Ef farið væri eftir sóknargjaldalögunum væru þau hins vegar um það bil 1.106 krónur. „Þetta er gríðarleg skerðing bæði fyrir stóra og smærri söfnuði, sem hefur haft það í för með sér að stóru söfnuðirnir hafa þurft að segja upp æskulýðsleiðtogum og smærri söfnuðirnir eiga rétt svo fyrir organistakostnaði um hátíðar.”

Telur að ekki fækki frekar

Samkvæmt bókhaldi Hagstofu Íslands hefur meðlimum þjóðkirkjunnar fækkað á undanförnum árum. Þetta á bæði við um fjölda og hlutfall landsmanna. Samkvæmt nýjustu tölum voru rúmlega 244 þúsund manns í þjóðkirkjunni á nýliðnu ári, en um aldamótin voru meðlimir um 247 þúsund. Á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað.

„Ég sé ekki fyrir mér að mikið fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni af því að ég held að fólk sé farið á átta sig á þeirri staðreynd að kirkjan skiptir máli og ef þau segja sig úr þjóðkirkjunni þá verði þróunin sú að við getum ekki haldið uppi því þjónustustigi sem við höfum núna, sem byggist á því að við þjónum öllum,“ segir Solveig.

Hún segir að margir hafi sagt sig úr kirkjunni á tímabili vegna þess að þau vildu mótmæla yfirstjórn kirkjunnar. En með því áttaði sama fólk sig ekki á því að það bitni einungis á heimasöfnuðinum. „Ef fólk segir sig úr kirkjunni fer gjaldið ekki til heimakirkjunnar, en rennur beint í ríkissjóð. Þannig bitnar það aðallega á barna- og æskulýðsstarfi í heimakirkjunni ef fólk segir sig úr þjóðkirkjunni. Þarna þurfum við að vinna vel að upplýsingu og fá fólk til liðs við okkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert