Úrsögn bitnar á barnastarfi

Solveig Lara Guð,undsdóttir.
Solveig Lara Guð,undsdóttir. mbl.is/Gylfi Jónsson

„Fyr­ir hrun vor­um við með 138 embætti presta, en nú aðeins 107 embætti.  Auk þess hafa sókn­ar­gjöld­in verið skert um­fram annað í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Sol­veig Lára Guðmunds­dótt­ir, vígslu­bisk­up á Hól­um í Hjalta­dal, þegar hún er spurð um stöðu þjóðkirkj­unn­ar um þess­ar mund­ir.

Hún bend­ir á að á síðasta ári hafi sókn­ar­gjöld numið 793,53 krón­um á mánuði en á þessu ári verði þau sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu 810 krón­ur. Ef farið væri eft­ir sókn­ar­gjalda­lög­un­um væru þau hins veg­ar um það bil 1.106 krón­ur. „Þetta er gríðarleg skerðing bæði fyr­ir stóra og smærri söfnuði, sem hef­ur haft það í för með sér að stóru söfnuðirn­ir hafa þurft að segja upp æsku­lýðsleiðtog­um og smærri söfnuðirn­ir eiga rétt svo fyr­ir org­an­ista­kostnaði um hátíðar.”

Tel­ur að ekki fækki frek­ar

Sam­kvæmt bók­haldi Hag­stofu Íslands hef­ur meðlim­um þjóðkirkj­unn­ar fækkað á und­an­förn­um árum. Þetta á bæði við um fjölda og hlut­fall lands­manna. Sam­kvæmt nýj­ustu töl­um voru rúm­lega 244 þúsund manns í þjóðkirkj­unni á nýliðnu ári, en um alda­mót­in voru meðlim­ir um 247 þúsund. Á sama tíma hef­ur lands­mönn­um fjölgað.

„Ég sé ekki fyr­ir mér að mikið fleiri segi sig úr þjóðkirkj­unni af því að ég held að fólk sé farið á átta sig á þeirri staðreynd að kirkj­an skipt­ir máli og ef þau segja sig úr þjóðkirkj­unni þá verði þró­un­in sú að við get­um ekki haldið uppi því þjón­ustu­stigi sem við höf­um núna, sem bygg­ist á því að við þjón­um öll­um,“ seg­ir Sol­veig.

Hún seg­ir að marg­ir hafi sagt sig úr kirkj­unni á tíma­bili vegna þess að þau vildu mót­mæla yf­ir­stjórn kirkj­unn­ar. En með því áttaði sama fólk sig ekki á því að það bitni ein­ung­is á heima­söfnuðinum. „Ef fólk seg­ir sig úr kirkj­unni fer gjaldið ekki til heima­kirkj­unn­ar, en renn­ur beint í rík­is­sjóð. Þannig bitn­ar það aðallega á barna- og æsku­lýðsstarfi í heima­kirkj­unni ef fólk seg­ir sig úr þjóðkirkj­unni. Þarna þurf­um við að vinna vel að upp­lýs­ingu og fá fólk til liðs við okk­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert