Fylgi Framsóknarflokksins mælist um 11% þriðja mánuðinn í röð skv. Þjóðarpúlsi Gallup sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í gær.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með svipað fylgi og fyrri mánuði eða 27%. Þá mælist Samfylkingin með um 20% fylgi en Vinstri græn og Björt framtíð mælast með tæplega 13%.
Píratar bæta mestu fylgi við sig frá síðustu könnun og mælast með tæp 11%. Stuðningur við ríkisstjórnina er nánast óbreyttur frá fyrri mánuði eða 36,6%.