Gjörningurinn á morgun við Hörpu

Reynt verður að framkvæma gjörninginn fyrir aftan Hörpu.
Reynt verður að framkvæma gjörninginn fyrir aftan Hörpu. mbl.is/Eggert

Ákveðið hefur verið að reyna að láta verða af lífshættulegum gjörningi kanadíska hverfilistamannsins Dean Gunnarsson í hádeginu á morgun. Þá hefur staðsetningunni verið breytt og mun hann reyna losa sig af brennandi víkangaskipi og synda í land fyrir aftan tónlistarhúsið Hörpu.

Hætt var við gjörninginn í gær vegna erfiðra veðurskilyrða og samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Gunnarssons hefur verið gjörningurinn verið færður til að ráða betur við aðstæður á vettvangi en eins og kunnugt er hugðist kanadamaðurinn sem er af íslenskum ættum fremja gjörninginn við Sólfarið á Sæbrautinni. 

Ef ekki tekst að framkvæma gjörninginn á morgun er óvíst hvort það náist yfir höfuð. Almenningur er hvattur til að mæta á staðinn til að fylgjast með og þeir sem bíða spennt­ir eru beðnir að fylgj­ast með á face­booksíðu hans.

Frétt­ir mbl.is um gjörn­ing­inn:

Frestað á síðustu stundu

Lífs­hættu­leg­ur gjörn­ing­ur í dag eft­ir allt sam­an

Lífs­hættu­leg­um gjörn­ingi frestað

Fram­kvæm­ir lífs­hættu­leg­an gjörn­ing við Sólfarið 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert