Mjög óvenjulegar aðstæður

Birgir Jakobsson, nýr landlæknir, tók til starfa í dag á sama degi og verkfall lækna hófst m.a. hjá embætti landlæknis. Á 40 ára ferli sínum í heilbrigðismálum m.a. sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, segist hann aldrei hafa séð sambærilega stöðu þeirri og nú er komin upp innan íslenska heilbrigðiskerfisins.

mbl.is ræddi við Birgi í lok dags en hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að verkfallsaðgerðir lækna væru yfirvofandi þegar hann tók við starfinu þrátt fyrir að öllum væri ljóst að staðan væri erfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert