Það var spenna í loftinu á bryggjunni fyrir aftan Hörpu í hádeginu þegar hverfilistamaðurinn Dean Gunnarsson framkvæmdi lífshættulegt áhættuatriði. Dyggilega studdur af aðdáendum tókst Dean á undraverðan hátt að komast hjá því að halda á vit feðra sinna og honum var sýnilega létt eftir þrekraunina.
Áður en Dean hélt út í brennandi skip bundinn á höndum og fótum sagði hann þetta vera hættulegasta gjörning ferils síns en honum hafði verið frestað tvisvar vegna veðurs.
mbl.is var á staðnum og myndaði herlegheitin - sjón er sögu ríkari.
Fréttir mbl.is um gjörninginn:
Lífshættulegur gjörningur í dag eftir allt saman
Lífshættulegum gjörningi frestað
Framkvæmir lífshættulegan gjörning við Sólfarið