Fundað áfram í læknadeilunni í dag

Fundarhöld stóðu yfir hjá ríkissáttasemjara í tíu klukkustundir í gær.
Fundarhöld stóðu yfir hjá ríkissáttasemjara í tíu klukkustundir í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Fundað verður í kjaradeilu lækna og ríkisins klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Síðasta fundi var slitið á tólfta tímanum í gær, tíu klukkustundum eftir að hann hófst. Þar sem samningar hafa enn ekki náðst standa verkfallsaðgerðir áfram yfir í dag.

„Þetta hef­ur gengið upp og ofan, get­ur maður sagt. Það eru ákveðin atriði sem hafa skýrst og önn­ur á móti orðið flókn­ari,“ sagði Gunn­ar Björns­son, formaður samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins, síðdeg­is í gær um gang viðræðna í kjara­deil­unni. Gunn­ar sagði mörg atriði þegar hafa verið af­greidd en tveir stærstu póst­arn­ir væru eft­ir – launaþátt­ur­inn og vinnu­fyr­ir­komu­lagið.

Sig­ur­veig Pét­urs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar lækna, tók í sama streng og Gunn­ar og sagði þónokkuð standa út af en unnið væri hörðum hönd­um að því að ná sam­an. „Það er búið að vinna mikla vinnu en það eru mik­il­væg mál eft­ir,“ sagði Sig­ur­veig.

Neyðarmönn­un var á aðgerðasviði og flæðis­sviði Land­spít­al­ans í gær. Leitað var eft­ir und­anþágum fyr­ir sér­hæft starfs­fólk í sér­stök­um til­vik­um og feng­ust þær.

Í dag standa verk­fallsaðgerðir yfir á eft­ir­far­andi stofn­un­um:

  • Aðgerðasviði Land­spít­ala
  • Flæðis­sviði Land­spít­ala
  • Sjúkra­trygg­ing­um Íslands
  • Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins
  • Grein­ing­ar­stöð rík­is­ins
  • Heyrn­ar- og tal­meina­stöð Íslands
  • Vinnu­eft­ir­liti rík­is­ins
  • Lyfja­stofn­un Íslands
  • Embætti land­lækn­is
  • Þjón­ustu- og þekk­ing­armiðstöð fyr­ir blinda, sjónskerta og dauf­blinda ein­stak­linga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert