Fundað verður í kjaradeilu lækna og ríkisins klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Síðasta fundi var slitið á tólfta tímanum í gær, tíu klukkustundum eftir að hann hófst. Þar sem samningar hafa enn ekki náðst standa verkfallsaðgerðir áfram yfir í dag.
„Þetta hefur gengið upp og ofan, getur maður sagt. Það eru ákveðin atriði sem hafa skýrst og önnur á móti orðið flóknari,“ sagði Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, síðdegis í gær um gang viðræðna í kjaradeilunni. Gunnar sagði mörg atriði þegar hafa verið afgreidd en tveir stærstu póstarnir væru eftir – launaþátturinn og vinnufyrirkomulagið.
Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, tók í sama streng og Gunnar og sagði þónokkuð standa út af en unnið væri hörðum höndum að því að ná saman. „Það er búið að vinna mikla vinnu en það eru mikilvæg mál eftir,“ sagði Sigurveig.
Neyðarmönnun var á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans í gær. Leitað var eftir undanþágum fyrir sérhæft starfsfólk í sérstökum tilvikum og fengust þær.
Í dag standa verkfallsaðgerðir yfir á eftirfarandi stofnunum: