Umboðsmenn Dögunar og umbótasinna í Kópavogi harma birtingu þeirra persónuupplýsinga sem yfirkjörstjórn Kópavogs afhenti Þór Jónssyni og hann birti opinberlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Baldvin Björgvinssyni og Árna Þór Þorgeirssyni.
„Baldvin Björgvinsson umboðsmaður Dögunar og umbótasinna í Kópavogi lét strax í uppafi bóka í gerðarbók yfirkjörstjórnar mótmæli við afhendingu listanna og umboðsmenn fylgdu því svo margsinnis eftir með formlegum hætti.
Umboðsmenn framboðsins gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna, um bæði eigin meðmælendur sem og annarra framboða og vísa ábyrgð á birtingu þeirra algjörlega á hendur yfirkjörstjórn í Kópavogi sem samkvæmt úrskurði Persónuverndar 2014/898 var ekki í samræmi við lög,“ segir í tilkynningunni.
Máttu ekki afhenda lista um meðmælendur