„Ég myndi íhuga alvarlega hvað þú ert að gera, Sigmundur Davíð. Tveir-þriðju af utanríkisviðskiptum Íslands eru við Evrópusambandið. Haltu dyrunum opnum,“ segir í lauslegri þýðingu á færslu á Twitter-síðu ofurhetjunnar Captain Euro í dag en ofurhetjan var hönnuð á sínum tíma með stuðningi Evrópusambandsins til þess að afla samrunaþróunni innan sambandsins stuðnings og þá einkum evrunni.
Tilefnið eru þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að lögð verði fram þingsályktun um að draga til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið á vorþinginu. Captain Euro tjáði sig einnig um Ísland og áform ríkisstjórnarinnar á Twitter-síðu sinni í gær en þar sagði í lauslegri þýðingu: „Ísland, einn daginn viltu ganga í Evrópusambandið og þann næsta viltu vera utan þess. Ákveddu þig. Þú gætir allt eins gengið í sambandið þar sem eldfjallið þitt, sem heitir nafni sem ekki er hægt að bera fram, gróf okkur í öskuryki.“
Captain Euro var upphaflega skapaður árið 1999 af Nicolas De Santis. Ofurhetjan var síðan vakin til lífsins aftur síðasta haust. Boðskap sinn ber Captain Euro einkum út í gegnum teiknimyndasögur en í þeirri nýjustu sést hann sannfæra David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um að það sé af hinu góða að Evrópusambandið verði að sambandsríki.
<blockquote class="twitter-tweet">I would seriously think about what you are doing. <a href="https://twitter.com/sigmundurdavid">@sigmundurdavid</a> Two thirds of <a href="https://twitter.com/hashtag/Iceland?src=hash">#Iceland</a> foreign trade is conducted with EU. Keep door open.
— Captain Euro (@captaineuro) <a href="https://twitter.com/captaineuro/status/552412760819376128">January 6, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet"><a href="https://twitter.com/hashtag/Iceland?src=hash">#Iceland</a> one day u want in the <a href="https://twitter.com/hashtag/EU?src=hash">#EU</a> another u want out Make up your mind Might as well join as ur unpronounceable Volcano turned us into dust
— Captain Euro (@captaineuro) <a href="https://twitter.com/captaineuro/status/552137543370952704">January 5, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>