Ofurhetja varar Sigmund við

Captain Euro
Captain Euro Captaineuro.eu

„Ég myndi íhuga al­var­lega hvað þú ert að gera, Sig­mund­ur Davíð. Tveir-þriðju af ut­an­rík­is­viðskipt­um Íslands eru við Evr­ópu­sam­bandið. Haltu dyr­un­um opn­um,“ seg­ir í laus­legri þýðingu á færslu á Twitter-síðu of­ur­hetj­unn­ar Captain Euro í dag en of­ur­hetj­an var hönnuð á sín­um tíma með stuðningi Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að afla samrunaþró­unni inn­an sam­bands­ins stuðnings og þá einkum evr­unni.

Til­efnið eru þau um­mæli Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra að lögð verði fram þings­álykt­un um að draga til baka um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið á vorþing­inu. Captain Euro tjáði sig einnig um Ísland og áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Twitter-síðu sinni í gær en þar sagði í laus­legri þýðingu: „Ísland, einn dag­inn viltu ganga í Evr­ópu­sam­bandið og þann næsta viltu vera utan þess. Ákveddu þig. Þú gæt­ir allt eins gengið í sam­bandið þar sem eld­fjallið þitt, sem heit­ir nafni sem ekki er hægt að bera fram, gróf okk­ur í öskuryki.“

Captain Euro var upp­haf­lega skapaður árið 1999 af Nicolas De Sant­is. Of­ur­hetj­an var síðan vak­in til lífs­ins aft­ur síðasta haust. Boðskap sinn ber Captain Euro einkum út í gegn­um teikni­mynda­sög­ur en í þeirri nýj­ustu sést hann sann­færa Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, um að það sé af hinu góða að Evr­ópu­sam­bandið verði að sam­bands­ríki.

I would ser­i­ously think about what you are do­ing. <a href="htt­ps://​twitter.com/​sig­mund­urda­vid">@sig­mund­urda­vid</​a> Two thirds of <a href="htt­ps://​twitter.com/​hashtag/​Ice­land?src=hash">#Ice­land</​a> for­eign tra­de is conducted with EU. Keep door open.

<a href="htt­ps://​twitter.com/​hashtag/​Ice­land?src=hash">#Ice­land</​a> one day u want in the <a href="htt­ps://​twitter.com/​hashtag/​EU?src=hash">#EU</​a> anot­her u want out Make up your mind Mig­ht as well join as ur un­pronouncea­ble Volcano tur­ned us into dust

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert