Nokkrir stórir skjálftar

Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni. Þá halda jarðhæringarnar …
Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni. Þá halda jarðhæringarnar í Bárðarbungu sömuleiðis áfram. mbl.is/RAX

Um 40 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því í gærmorgun. Nokkrir voru milli 4 og 5 stig að stærð. Stærsti skjálftinn varð við norðaustanverða öskjuna klukkan 13:36 í gær og var hann 4,4 stig.

Nokkrir skjálftar hafa mælst í ganginum, allir innan við tvö stig.  

Það sást til gossins á vefmyndavélum um tíma í nótt og virðist svipaður gangur í því og verið hefur, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert