Rafmagn í dreifbýli hækkar mest

mbl.is/ÞÖK

Orkufyrirtækin breyttu gjaldskrám sínum um áramótin, bæði til hækkunar og lækkunar, einkum vegna breytinga á virðisaukaskatti af rafmagni og heitu vatni.

Þannig lækkaði skattur á raforkudreifingu til almennrar notkunar úr 25,5 í 24% en virðisaukaskattur vegna húshitunar hækkaði úr 7 í 11%. Mest hækkar raforkudreifingin í dreifbýli, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Verðbreytingar á veituþjónustu Orkuveitu Reykjavíkur eru einkum vegna breytinga á virðisaukaskatti. Segir OR í frétt sinni að útgjöld fjölskyldu í 100 fermetra íbúð með algenga orkunotkun hækki um rúmar 270 krónur á mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert