Fundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu skurðlækna hefst núna klukkan tíu. Helgi Kjartan Magnússon, formaður Skurðlæknafélags Íslands, segir að samninganefndin mæti jákvæð til fundar.
Aðspurður hvort að sú staðreynd að samningar náðust í nótt á milli samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands hafi áhrif segir Helgi svo vera.
„Það að við séum boðuð á fund í hið minnsta er jákvætt, og við veljum að vera jákvæð í dag,“ segir Helgi.