„Það er bissness í friði“

00:00
00:00

„Það er biss­ness í friði,“ sagði Jón Gn­arr við und­ir­rit­un sam­starfs­samn­ings á milli Reykja­vík­ur­borg­ar og Há­skóla Íslands um að setja á lagg­irn­ar svo­kallað friðar­set­ur sem mun taka til starfa í haust og verður hýst af Alþjóðamála­stofn­un HÍ.

Tæki­færi fel­ist í sér­stöðu Íslands m.a. til ráðstefnu­halds. Sérstaðan fel­ist m.a. í her­leysi lands­ins en þá hafi borg­in bæði Höfða þar sem af­vopn­un­ar­viðræður Reag­ans og Gor­bat­sjoffs fóru fram en einnig friðarsúlu Yoko Ono.

Jón verður formaður ráðgjaf­ar­nefnd­ar friðar­set­urs­ins bæði fyr­ir hönd HÍ og Reykja­vík­ur­borg­ar en hlut­verk þess verður að styrkja Reykja­vík sem borg friðar og vera til ráðgjaf­ar um hvernig borg­in geti leikið hlut­verk í að vinna að friði bæði hér heima og er­lend­is.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri sagði við til­efnið að það væri mik­ill feng­ur í þátt­töku Jóns í verk­efn­inu þar sem hann hefði náð að vekja mikla at­hygli á mál­efn­um friðar á meðan hann var borg­ar­stjóri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert