„Það er bissness í friði“

„Það er bissness í friði,“ sagði Jón Gnarr við undirritun samstarfssamnings á milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um að setja á laggirnar svokallað friðarsetur sem mun taka til starfa í haust og verður hýst af Alþjóðamálastofnun HÍ.

Tækifæri felist í sérstöðu Íslands m.a. til ráðstefnuhalds. Sérstaðan felist m.a. í herleysi landsins en þá hafi borgin bæði Höfða þar sem afvopnunarviðræður Reagans og Gorbatsjoffs fóru fram en einnig friðarsúlu Yoko Ono.

Jón verður formaður ráðgjafarnefndar friðarsetursins bæði fyrir hönd HÍ og Reykjavíkurborgar en hlutverk þess verður að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti leikið hlutverk í að vinna að friði bæði hér heima og erlendis.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við tilefnið að það væri mikill fengur í þátttöku Jóns í verkefninu þar sem hann hefði náð að vekja mikla athygli á málefnum friðar á meðan hann var borgarstjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert