Verðbólga fari af stað og lán hækki

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, til hægri.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, til hægri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmaður Framsóknarflokksins óttast að nýundirritaður kjarasamningur lækna sé upphaf endalokanna þegar komi að þeim efnahagslega stöðugleika sem ríkt hafi undanfarið ár. Fleiri stéttir eigi eftir að fylgja á eftir og verðbólgan fara af stað með tilheyrandi hækkun á lánum landsmanna. 

„Í sjálfu sér má fagna því að samningar skuli hafa náðst í læknadeilunni, enda óþolandi staða gagnvart mörgum sjúklingum. Tel þó að þessir samningar muni marka upphaf endalokanna hvað varðar þann stöðugleika sem hefur ríkt undanfarið ár. Fleiri stéttir munu fylgja á eftir, verðbólga fer á stað og lán landsmanna taka ný stökk upp á við. Við munum sjá gamalkunnugt stef víxlverkunar launahækkana og verðbólgu og það verður almenningur sem situr eftir með sárt ennið. Það er því best að fara sér hægt í óbærilegri kæti og léttleika,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert