Fasteignamarkaðurinn tók kipp á síðasta ári

Þinglýstir kaupsamningar voru um 9.400 og fjölgaði þeim um nærri …
Þinglýstir kaupsamningar voru um 9.400 og fjölgaði þeim um nærri 700 á árinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heildarveltan á fasteignamarkaðnum á síðasta ári var samtals nærri 300 milljarðar króna, en árið á undan var veltan um 250 milljarðar.

Þinglýstir kaupsamningar voru um 9.400 og fjölgaði þeim um nærri 700 á árinu. Veltan jókst því um nærri fjórðung og kaupsamningum fjölgaði um 11%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Sé litið til höfuðborgarsvæðisins stefnir heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga í um 240 milljarða króna á síðasta ári, miðað við 196 milljarða árið á undan. Veltan á höfuðborgarsvæðinu jókst því um nærri fjórðung á árinu og fjöldi kaupsamninga um 7%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert