Reynslan létti sáttasemjara lífið

Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari.
Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari. mbl.is/Þórður

„Allir sem að deilunni komu, bæði samninganefnd ríkisins, samninganefnd lækna og starfsfólk ríkissáttasemjara, fundu fyrir skyldu sinni því mikilvægt málefni var undir,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari um kjaradeilulæknafélaganna tveggja sem nú hafa verið leystar

Heilbrigðisþjónustan hefði meira og minna lamast hefði verkfallið dregist á langinn og við slíkar kringumstæður hljóta allir að finna til skyldu sinnar,“ segir Magnús. „Þeir sem að lausn málsins komu gerðu það sannarlega, sem birtist meðal annars í því að menn hafa unnið eins og sleggjur dag og nótt án þess að kvarta að marki,“ bætir hann við. 

Reynslan af spítalanum gagnleg

Magnús, sem var forstjóri Landspítalans á árunum 1999-2008, segir reynslu sína af spítalanum hafa verið gagnlega til að skilja kjarna deilunnar. „Það er auðvitað þægilegra en ella, þegar um mjög flókið málefni er að ræða, að hafa innsýn í flókið vinnuskipulag á spítalanum og flóknara en gengur og gerist auk þess að þekkja innviði stofnunarinnar og heilbrigðiskerfisins.“

Þetta segir hann vissulega hafa hjálpað til að skilja deiluatriðin og hv skiptir máli þegar þau voru til umfjöllunar. „Vissulega léttir þetta sáttasemjara lífið.“

Magnús er ekki óvanur því að eiga í viðræðum við lækna, enda felst það í starfi forstjóra Landspítalans að vera í miklum samskiptum við þá eins og aðrar heilbrigðisstéttir.

Kjarasamningar lækna æði flóknir

Magnús segir kjarasamninga við lækna æði flókna. Starfsemi t.d. sjúkrahúsanna gengur 24 tíma sólarhringsins alla daga ársins hvernig sem á stendur. Breyting á grunnatriðum, svo sem uppbyggingu vakta og greiðslum fyrir þær, er nákvæmnisverk. Hér má engu skeika. Á sinn hátt gerir þetta viðfangsefnið áhugaverðara en ella en æði tímafrekt. Ég hef skilning á því að sumum sem fjær standa þyki hægt ganga í samningaviðræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka