Samstaða um að efla heilbrigðiskerfið

Samkomulagið handsalað í Stjórnarráðshúsinu í dag.
Samkomulagið handsalað í Stjórnarráðshúsinu í dag. mbl.is/Golli

Full­trú­ar Lækna­fé­lags Íslands, Skurðlækna­fé­lags Íslands og rík­is­stjórn­ar­inn­ar und­ir­rituðu í dag sam­eig­in­lega vilja­yf­ir­lýs­ingu um mark­vissa upp­bygg­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu. Þar seg­ir að með yf­ir­lýs­ing­unni vilja málsaðilar und­ir­strika mik­il­vægi heil­brigðis­kerf­is­ins og styrkja enn frek­ar heil­brigðisþjón­ustu í land­inu.

Fram kom á blaðamanna­fundi í Stjórn­ar­ráðshús­inu í dag að yf­ir­lýs­ing­in hefði verið unn­in af full­trú­um lækna og stjórn­valda sam­hliða kjaraviðræðum lækna að und­an­förnu. Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu verður meðal ann­ars ráðist í átak í tengsl­um við stefnu stjórn­valda „um betri heil­brigðisþjón­ustu með virk­um stuðningi lækna og öfl­ugri þátt­töku þeirra í stefnu­mót­un sem bygg­ist á bættri starfsaðstöðu og betri nýt­ingu fjár­muna.“

Enn­frem­ur verði stefnt að því að heil­brigðis­kerfið búi við hliðstæðan ramma varðandi fjár­muni og fjölda starfs­manna og önn­ur Norður­lönd að teknu til­liti til sér­stöðu Íslands sem og mann­fjölda og staðhætti. Stýr­ing inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins verði að sama skapi sam­bæri­leg við það besta sem þekk­ist á öðrum Norður­lönd­um. Haldið verði fast við þá stefnu sem mörkuð var í fjár­lög­um árs­ins 2014 þar sem kveðið er á um aukið fjár­magn til heil­brigðismála.

Launa­kjör lækna verði sam­keppn­is­fær

Þá verði starfsaðstaða bætt með bygg­ingu nýs Land­spít­ala, end­ur­nýj­un tækja, sam­teng­ingu ra­f­rænn­ar sjúkra­skrár, efl­ingu heim­il­is­lækn­inga og svig­rúmi til fyrsta flokks lækn­is­meðferðar. „Tryggt verður að fjár­fest­ing í hús­næði og tækj­um sé mark­viss og skili í senn var­an­legri hag­kvæmni og betri meðferð sjúk­linga til lengri tíma, m.a. með vandaðri stýr­ingu á fjölda og notk­un rekstr­arein­inga sem sinna mjög sér­hæfðri grein­ingu og meðferð.“

Sömu­leiðis verði sam­vinna Land­spít­ala, heil­brigðis­stofn­ana á lands­byggðinni og annarra sem veita heil­brigðisþjón­ustu auk­in og heild­stæð skoðun fram­kvæmd á skipu­lagi, upp­bygg­ingu og fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins. Opna þurfi mögu­leika á fjöl­breytt­um rekstr­ar­form­um sem byggi á virkri þjón­ustu- og verk­efn­a­stýr­ingu og skýr­um gæðakröf­um sam­hliða jafn­ræði í greiðslum fyr­ir þjón­ust­una óháð rekstr­ar­formi.

„Launa­kjör lækna þar á meðal grunn­laun, vinnu­álag og vakta­fyr­ir­komu­lag verði sam­keppn­is­fær og færð nær því kerfi sem tíðkast á Norður­lönd­un­um að teknu til­liti til þeirr­ar sér­stöðu sem ís­lensk heil­brigðisþjón­usta býr við. Skapaðar verði for­send­ur til þess að lækn­ar geti unnið á ein­um stað ein­göngu.“

mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka