Sex hreyfingar á neyðarbrautinni

Hluti norðaustur-suðvesturbrautarinnar er fyrir miðri mynd.
Hluti norðaustur-suðvesturbrautarinnar er fyrir miðri mynd. mbl.is/RAX

Sex flugtök og lendingar voru í gær á NA/SV-flugbraut Reykjavíkurflugvallar, svonefndri neyðarbraut, af alls rúmlega 40 hreyfingum. Þar á meðal voru lendingar farþegavéla og flugtök og lendingar sjúkraflugvéla.

Vindur stóð þvert á aðalflugbraut vallarins í hvössum éljum. Flug lá niðri fyrst um morguninn en eftir að það hófst töldu flugmennirnir í einhverjum tilvikum ófært að lenda á stóru brautinni og notuðu neyðarbrautina.

Hún er ekki í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar og notkun hennar talin munu skerðast vegna fyrirhugaðra bygginga í Vatnsmýri.

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert