Færri horfa á skaupið

Úr Skaupinu 2014.
Úr Skaupinu 2014.

Áhorf á áramótaskaup RÚV hefur dvínað á undanförnum árum samkvæmt mælingum Capacent. Á gamlárskvöld 2011 var meðaláhorf landsmanna á áramótaskaupið 79,9% en nú um áramótin var meðaláhorfið aðeins 63,5%.

Til samanburðar má nefna að 93,3% landsmanna settust fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld og horfðu á áramótaskaupið 2006 og áhorf á áramótaskaupið 2003 var 95,5%, eða með mesta móti.

Meðaláhorfið er mælt með þeim hætti að ef um er að ræða klukkutíma dagskrárlið, er mælt hver stór hluti horfir á fyrri hálftímann, hve margir á þann seinni og svo er tekið meðaltal af því sem gefur meðaláhorf á mínútu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert