„Æskilegast væri að gera þriggja til fimm ára samning, en miðað við stöðu mála í dag ímynda ég mér að enn einn skammtímasamningurinn geti orðið niðurstaðan þótt lengri samningar séu æskilegri. Þetta er mitt mat núna í upphafi ársins.“
Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Samtaka atvinnulífsins, í Morgunblaðinu í dag um væntanlegar kjaraviðræður við verkalýðshreyfinguna.
Vaxandi órói er innan launþegahreyfingarinnar í framhaldi af kjarasamningum ríkisins og lækna. Í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag telur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, víst að einstakir hópar muni í framhaldi af þeim vísa til sérstakra aðstæðna sinna í komandi kjaraviðræðum.