Þekktist ekki boð Frakka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gríðar­mik­il sam­stöðuganga stend­ur nú yfir í Par­ís, þar sem millj­ón manna hef­ur safn­ast sam­an til að minn­ast fórn­ar­lamba voðaverk­anna sem fram­in voru í vik­unni. At­hygli hef­ur hins veg­ar vakið að for­sæt­is­ráðherr­ar allra landa á Norður­lönd­um utan Íslands hafa mætt til Par­ís­ar til að taka þátt í at­höfn­inni.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá aðstoðar­manni Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra þekkt­ist ráðherr­ann ekki boð Frakka um þátt­töku í sam­stöðugöng­unni.

Í svari við fyr­ir­spurn mbl.is seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son að síðla föstu­dags hafi for­sæt­is­ráðuneyt­inu borist boð frá frönsk­um yf­ir­völd­um um þátt­töku í sam­stöðugöng­unni, en að ráðherr­an­um hafi ekki verið unnt að þekkj­ast boðið.

Jó­hann­es sagðist ekki geta gefið nán­ari skýr­ingu á því hvers vegna for­sæt­is­ráðherra sá sér ekki fært að vera viðstadd­ur.

Staðgeng­ill sendi­herra er full­trúi Íslands

Jó­hann­es tek­ur fram að Sig­mund­ur hafi áður átt fund með sendi­herra Frakk­lands þar sem ráðherr­ann kom á fram­færi sam­stöðu og samúð með fórn­ar­lömb­um hinn­ar hrotta­legu hryðju­verka­árás­ar og með frönsku þjóðinni.

Þá bend­ir Jó­hann­es á að Ísland skorti þó ekki full­trúa í Par­ís, en það mun vera Nína Björk Jóns­dótt­ir, staðgeng­ill sendi­herra Íslands í Frakklandi, sem er op­in­ber full­trúi Íslands við at­höfn­ina sem nú fer fram.

Upp­fært kl. 19.46: Frétt­inni hef­ur verið breytt til að end­ur­spegla að ekki var um að ræða per­sónu­legt boð for­seta Frakk­lands til for­sæt­is­ráðherra, held­ur var um al­mennt boð að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert