Enginn fulltrúi frá Íslandi

Francois Hollande Frakklandsforseti tekur á móti erlendum gestum við upphaf …
Francois Hollande Frakklandsforseti tekur á móti erlendum gestum við upphaf samstöðufundarins, þeirra á meðal Eric Holden dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Búist er við að rúmlega ein milljón manna muni safnast saman á götum Parísar nú þegar samstöðufundur vegna voðaverka vikunnar er að hefjast. Mik­ill viðbúnaður er vegna fund­ar­ins og munu tvö þúsund lög­reglu­menn og á annað þúsund hermanna sjá um ör­ygg­is­gæslu. 

Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa boðað komu sína á fundinn en þeirra á meðal eru Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els.

Alls verða 34 leiðtogar Evrópuríkja viðstaddir fundinn en athygli vekur að forsætisráðherrar allra landa á Norðurlöndunum utan Íslands hafa boðað komu sína. Þá verður utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, viðstaddur þrátt fyrir viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússlandi og deilur þeirra í millum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert