Lögreglan á Vesturlandi hefur klippt 30 númeraplötur á ótryggðum og óskoðuðum ökutækjum í umdæminu yfir helgina. Fleiri bílar munu líklegast bætast í hópinn með kvöldinu, þar sem aðgerðunum er ólokið.
Þetta er liður í átaksverkefni hjá lögreglunni á Vesturlandi sem var sameinuð í eitt umdæmi um áramótin.
Á miðnætti mun lögreglan á Selfossi athuga hvort hægt sé að opna Hellisheiði og Þrengsli, sem hafa verið lokuð í kvöld vegna færðar og óveðurs.