Tímaskortur hamlaði för ráðherra

Leiðtogar um 60 ríkja fóru fyrir göngunni í dag, ásamt …
Leiðtogar um 60 ríkja fóru fyrir göngunni í dag, ásamt eftirlifendum og skyldmennum þeirra sem voru myrtir. AFP

Ýmsir sam­verk­andi þætt­ir urðu þess vald­andi að for­sæt­is­ráðherra gat ekki tekið þátt í sam­stöðugöng­unni í Par­ís í dag, m.a. skamm­ur fyr­ir­vari, ferðatími og dag­skrár ráðherra. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

For­sæt­is­ráðuneyt­inu, ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og skrif­stofu for­seta Íslands barst orðsend­ing frá sendi­ráði Frakk­lands á Íslandi síðdeg­is á föstu­degi, þar sem sagði að er­lend­um gest­um stæði til boða að taka þátt í sam­stöðugöng­unni.

Í bréf­inu voru einnig þakkaðar orðsend­ing­ar og auðsýnd samúð og samstaða ís­lenskra stjórn­valda vegna máls­ins.

„Rétt er að taka fram að ekki var um að ræða boð Frakk­lands­for­seta til for­sæt­is­ráðherra Íslands eins og haldið var fram í nokkr­um frétt­um í dag,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Full­trúi Íslands í göng­unni var Nína Björk Jóns­dótt­ir, staðgeng­ill sendi­herra Íslands í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert