Jóhann Jóhannsson tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything.
Í myndinni er rakin saga eðlisfræðingsins Stephens Hawkings og eiginkonu hans, Jane.
„Það er mikill heiður og gleði að vera tilnefndur og fá viðurkenningu á þessari vinnu og þessu samstarfi mínu við leikstjóra myndarinnar, James Marsh. Allir sem komu nálægt myndinni eru stoltir af þessari vinnu og af myndinni þannig að það er rosalega gaman að fá viðurkenningu á því með svona verðlaunatilnefningu,“ sagði Jóhann þegar Morgunblaðið ræddi við hann í desember sl.
„Fyrir mig er vinnan alveg næg verðlaun, að fá að taka þátt í svona sterku verkefni og fá að vera með í svona kvikmynd. Allt annað er bónus.“
Aðrir tilnefndir voru Alexandre Desplat fyrir The Imitation Game, Trent Reznor og Atticus Ross fyrir Gone Girl, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar.
Best Original Score - Jóhann Jóhannsson - The Theory Of Everything - #GoldenGlobes
— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 12, 2015
Best Original Score goes to Johann Johannsson for 'The Theory of Everything.' #EWGlobes http://t.co/8k1SOA4FTu pic.twitter.com/fs57HNumK5
— Entertainment Weekly (@EW) January 12, 2015Johann Johannsson has gone his fellow Icelander Bjork one better by winning a #goldenglobe. Bjork got two nods in 2001.
— CNN Entertainment (@CNNent) January 12, 2015
Johann Johannsson talked to T about his now #GoldenGlobe-winning score for "The Theory of Everything" http://t.co/HhZJWlIetC
— T Magazine (@tmagazine) January 12, 2015
Best Original Score goes to Johann Johannsson for 'The Theory of Everything.' #EWGlobes http://t.co/8k1SOA4FTu pic.twitter.com/fs57HNumK5
— Entertainment Weekly (@EW) January 12, 2015