Hlaut Golden Globe-verðlaunin

Margir hafa fagnað því á samskiptamiðlum í nótt að verðlaunin …
Margir hafa fagnað því á samskiptamiðlum í nótt að verðlaunin hafi fallið Jóhanni í skaut. Þykir hann vel að þeim kominn. AFP

Jóhann Jóhannsson tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything.

Í myndinni er rakin saga eðlisfræðingsins Stephens Hawkings og eiginkonu hans, Jane.

„Það er mik­ill heiður og gleði að vera til­nefnd­ur og fá viður­kenn­ingu á þess­ari vinnu og þessu sam­starfi mínu við leik­stjóra mynd­ar­inn­ar, James Marsh. All­ir sem komu ná­lægt mynd­inni eru stolt­ir af þess­ari vinnu og af mynd­inni þannig að það er rosa­lega gam­an að fá viður­kenn­ingu á því með svona verðlauna­til­nefn­ingu,“ sagði Jó­hann þegar Morgunblaðið ræddi við hann í desember sl.

„Fyr­ir mig er vinn­an al­veg næg verðlaun, að fá að taka þátt í svona sterku verk­efni og fá að vera með í svona kvik­mynd. Allt annað er bón­us.“

Aðrir tilnefndir voru Alexandre Desplat fyrir The Imitation Game, Trent Reznor og Atticus Ross fyrir Gone Girl, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar.

„Mikill heiður og gleði“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert