„Það sem hefur verið að gerast undanfarna mánuði sýnir okkur það að þau félög sem fara í verkföll ná sannarlega fram mun betri kjarasamningum heldur en þau félög sem sömdu án þess að fara í átök.“
Þetta segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BRSB, í Morgunblaðinu í dag um áhrif samningaviðræðna ríkis og lækna. Atkvæðagreiðsla um læknasamninginn hefst í dag.
Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BRSB renna út á árinu. Í síðustu kjarasamningum var það haft að leiðarljósi að gera stutta samninga og semja síðan til lengri tíma að þeim loknum. Elín segir enga umræða farna af stað hjá BRSB um lengd næstu kjarasamninga.