„Á kannski á tjáningarfrelsið aðeins við um þá sem hafa „rétta skoðun“?“ spyr Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann segir ýmsa skyndilega upptekna af tjáningarfrelsinu í kjölfar árásanna í París, höfuðborg Frakklands, í síðustu viku sem hafi barist einna harðast fyrir takmörkunum á sama frelsi.
„Í kjölfar voðaverkanna í París eru skyndilega margir uppteknir af tjáningarfrelsinu og ekki síst þeir sem hvað harðast hafa barist fyrir takmörkun á tjáningarfrelsinu í nafni lýðheilsu eða verndunar hinna ýmsu hópa. Kannski á tjáningarfrelsið aðeins við um þá sem hafa „rétta skoðun“. Að minnsta kosti erum við voða dugleg að setja í hegningalög refsiákvæði sem banna „ranga“ eða „óæskilega“ skoðun og þykjumst svo gera það í nafni mannréttinda ofan á allt.“