Um 8.500 manns vilja gefa líffæri sín

mbl.is/Eggert

8.573 einstaklingar hafa skráð afstöðu sína til líffæragjafar á vefsvæði Embættis landlæknis sem var komið á laggirnar í október á síðasta ári.

Þá hafa 99% af þeim sem hafa skráð afstöðu sína heimilað líffæragjöf. Þar af eru 70% konur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jórlaug Heimisdóttir hjá Embætti landlæknis, að konur leiti meira inn á vefsvæði sem tengjast heilsu sem útskýri hvers vegna fleiri konur hafi skráð vilja sinn til líffæragjafar hingað til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert