Hefðu betur sent einhvern æðstu embættismanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

For­sæt­is­ráðuneytið seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að „eft­ir á að hyggja, að bet­ur hefði farið á því að ein­hver af æðstu emb­ætt­is­mönn­um þjóðar­inn­ar hefði mætt til göng­unn­ar“, sem hald­in var í Par­ís á sunnu­dag­inn eft­ir árás­irn­ar á rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Charlie Hebdo.

„Orðsend­ing frá franska sendi­ráðinu til stjórn­valda um þátt­töku í göng­unni barst skrif­stofu for­seta Íslands, for­sæt­is­ráðuneyt­inu og ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu und­ir kvöld síðastliðinn föstu­dag. Ekki var um að ræða boð til ein­stakra emb­ætt­is­manna, held­ur var það al­menns eðlis.

Að ósk for­sæt­is­ráðherra var engu að síður kannað hvort hann gæti tekið þátt í göng­unni, en að mati ráðuneyt­is­ins var erfitt að koma því við vegna ým­issa sam­verk­andi þátta. Ráðuneytið tel­ur hins veg­ar, eft­ir á að hyggja, að bet­ur hefði farið á því að ein­hver af æðstu emb­ætt­is­mönn­um þjóðar­inn­ar hefði mætt til göng­unn­ar,“ eins og seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Yf­ir­lýs­ing ráðuneyt­is­ins í heild

„Í ljósi um­fjöll­un­ar um sam­stöðugöng­una í Par­ís um liðna helgi vill for­sæt­is­ráðuneytið koma eft­ir­far­andi á fram­færi.

Franska sendi­ráðið á Íslandi hef­ur áréttað við ís­lensk stjórn­völd að frönsk yf­ir­völd séu þakk­lát fyr­ir viðbrögð og sam­stöðu Íslend­inga í mál­inu og sýni því full­an skiln­ing að staðgeng­ill sendi­herra hafi tekið þátt í sam­stöðugöng­unni í Par­ís fyr­ir hönd lands­ins, en ekki for­seti Íslands eða ráðherra úr rík­is­stjórn.  

Orðsend­ing frá franska sendi­ráðinu til stjórn­valda um þátt­töku í göng­unni barst skrif­stofu for­seta Íslands, for­sæt­is­ráðuneyt­inu og ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu und­ir kvöld síðastliðinn föstu­dag. Ekki var um að ræða boð til ein­stakra emb­ætt­is­manna, held­ur var það al­menns eðlis.

Að ósk for­sæt­is­ráðherra var engu að síður kannað hvort hann gæti tekið þátt í göng­unni, en að mati ráðuneyt­is­ins var erfitt að koma því við vegna ým­issa sam­verk­andi þátta. Ráðuneytið tel­ur hins veg­ar, eft­ir á að hyggja, að bet­ur hefði farið á því að ein­hver af æðstu emb­ætt­is­mönn­um þjóðar­inn­ar hefði mætt til göng­unn­ar.

Íslensk stjórn­völd hafa, sem áður grein­ir, ít­rekað komið samúðarkveðjum og yf­ir­lýs­ing­um um sam­stöðu og stuðning á fram­færi við frönsk stjórn­völd. Skrifaði for­sæt­is­ráðherra meðal ann­ars starfs­bróður sín­um, Manu­el Valls, sér­stakt samúðar­skeyti og af­henti sendi­herra Frakk­lands á fundi þeirra hinn 8. janú­ar sl. Þá var iðnaðar- og viðskiptaráðherra viðstödd sam­stöðufund við franska sendi­ráðið síðar þann dag. For­seti Íslands og ut­an­rík­is­ráðherra hafa enn­frem­ur komið á fram­færi samúðarkveðjum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert