Pegida komin til Íslands

Af Facebook-síðunni Pegida Iceland.
Af Facebook-síðunni Pegida Iceland.

Svo virðist sem þýska öfga­hreyf­ing­in Peg­ida, sem bein­ist gegn meint­um ís­lömsk­um áhrif­um í Evr­ópu, hafi náð til Íslands. Face­booksíða fyr­ir Peg­ida á Íslandi var stofnuð á sunnu­dag og hafa tæp­lega tvö hundruð manns lækað hana nú þegar.

Peg­ida-sam­tök­in urðu til seint á síðasta ári í Þýskalandi en þau hafa staðið fyr­ir mót­mæl­um gegn því sem þau telja ís­lömsk áhrif í Evr­ópu. Hreyf­ing­in nefn­ist „Evr­ópsk­ir föður­lands­vin­ir gegn íslam­svæðingu Vest­ur­landa“ eða PEG­IDA. Hún var stofnuð í októ­ber í Dres­den, höfuðborg Sax­lands.

Nú virðast sam­tök­in hafa fengið hljóm­grunn á Íslandi ef miðað er við face­booksíðuna. Þar kall­ar hóp­ur­inn sig „Peg­ida: Sam­tök fólks gegn íslam­væðingu Evr­ópu“.

„Við mun­um birta hér frétta­tengt efni frá viður­kennd­um er­lend­um frétta­veit­um sem teng­ist inn­reið og upp­gang islam [sic] í Evr­ópu. Frétta­tengt efni sem fjöl­miðlar á Íslandi birta ekki bæði til þögg­un­ar og vegna póli­tísks rétt­trúnaðar,“ seg­ir á síðunni.

Í stefnu­skrá Peg­ida í Þýskalandi, sem birt var í des­em­ber, seg­ir að um sé að ræða grasrót­ar­hreyf­ingu, sem hafði það mark­mið að vernda kristi­leg gildi. Hvatt er til umb­urðarlynd­is gagn­vart múslim­um sem hafi „aðlag­ast“ um leið og lýst er yfir and­stöðu við „kven­hat­ur og of­beldi í hug­mynda­fræði“ íslam­ista. Þar er spjót­um beint gegn „lygn­um fjöl­miðlum“, „póli­tísk­um valda­stétt­um“ og „fjöl­menn­ing­ar­hyggju“.

And­stæðing­ar sam­tak­anna segja að þau noti lítt dul­bú­inn mál­flutn­ing nýnas­ista og gagn­rýna þau fyr­ir að kynda und­ir andúð á út­lend­ing­um ein­mitt þegar hæl­is­leit­end­ur horfi von­ar­aug­um til Þýska­lands og landið sé komið í annað sæti á eft­ir Banda­ríkj­un­um af þeim lönd­um sem fólk helst vilja flytja til.

Face­booksíðan Peg­ida Ice­land

Fyrri frétt mbl.is: Hreyf­ing gegn íslam vex í Þýskalandi

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert