Sakar Ásmund um fávisku

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vilji Ásmund­ur að því sé hrundið í fram­kvæmd sem hann hóf máls á verður hann að flytja frum­varp á Alþingi um að breyta lög­um í þá veru að unnt sé að gera rann­sókn­ina sem hann nefndi til sög­unn­ar.

Þetta seg­ir Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins, á vefsíðunni Evr­ópu­vakt­inni í dag þar sem hann fer hörðum orðum um Ásmund Friðriks­son, þing­mann flokks­ins, og þau um­mæli hans að rann­saka þurfi bak­grunn allra múslima á Íslandi og kanna hvort þeir hafi farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna eða bar­ist í lönd­um eins og Sýr­landi, Írak og Af­gan­ist­an. 

Björn seg­ir að telji Ásmund­ur að ís­lensk stjórn­völd hafi heim­ild til að kanna bak­grunn allra múslima á Íslandi sýni það best „fá­visku hans“. Þá gagn­rýn­ir hann enn­frem­ur Rík­is­út­varpið fyr­ir að ræða við Ásmund í há­deg­is­frétt­um sín­um en greina ekki um leið frá því að ekki væri hægt að gera slíka rann­sókn að óbreytt­um lög­um. Eng­ar lík­ur séu á að Ásmund­ur eigi eft­ir að leggja slíkt frum­varp fram á Alþingi.

Þess í stað var spreki kastað á umræður í von um að eld­ur­inn magn­ist. Hverj­um til gagns? Hvers eiga hlust­end­ur að gjalda?

Frétt­ir mbl.is:

SUS for­dæm­ir um­mæli Ásmund­ar

Spyr um rann­sókn­ir á múslim­um á Íslandi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert