Sparar bönkum mikið fé

Samsett mynd/Eggert

Samningur Reiknistofu bankanna (RB) við stórfyrirtækið Sopra Banking Software um uppsetningu nýs innláns- og greiðslukerfis á Íslandi mun leiða til hagræðingar og auka öryggi þjónustunnar.

Þetta sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, eftir að samkomulagið var handsalað í gær, en nánar er um það fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, sagði verðmæti samningsins trúnaðarmál en staðfesti að á annað hundrað manns muni koma að uppsetningu nýja kerfisins sem á að vera komið í gagnið á fyrri hluta næsta árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert