Nánast uppbókað á stærsta hótelinu

Glæsilegt Fosshótel Reykjavík rís við Höfðatorg.
Glæsilegt Fosshótel Reykjavík rís við Höfðatorg.

Allt stefnir í að Fosshótel Reykjavík verði þegar uppbókað þegar það verður opnað í júní.

Hótelið er í eigu Íslandshótela og verður stærsta hótel landsins. Þar verða 320 herbergi, þar af sjö svítur á 16. hæðinni, sem er sú efsta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ekkert lát er á ferðamannastraumnum til landsins og bókanir fyrir árið 2015 fara vel af stað hjá Íslandshótelum sem reka 14 hótel víða um land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert