Gunnar Bragi ávarpaði öryggisráð SÞ

Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í New York.
Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í New York. mynd/Sameinuðu þjóðirnar

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra ávarpaði ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna í New York í dag þar sem fjallað var um ástand mála í Miðaust­ur­lönd­um.Gunn­ar sagði að í ljósi átak­anna í Sýr­landi og annarra átaka í Miðaust­ur­lönd­um væri brýnt að leysa deilu Ísra­els og Palestínu.

Lagði hann áherslu á að báðir deiluaðilar sýni í verki vilja sinn til að ná sátt á grund­velli tveggja ríkja lausn­ar­inn­ar og grípi ekki til  aðgerða sem grafi und­an því mark­miði. Hann gagn­rýndi áfram­hald­andi land­töku ísra­elskra stjórn­valda og ít­rekaði að land­töku­byggðir þeirra séu brot á alþjóðalög­um. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Gunn­ar B ragi lýsti mikl­um von­brigðum með að ekki hafi náðst sam­komu­lag inn­an ör­ygg­is­ráðsins um að sett­ur verði tím­arammi fyr­ir lausn deil­unn­ar og sagði hann brýnt að ráðið hafi meira frum­kvæði hvað lausn henn­ar áhrær­ir.  

Hann sagði áríðandi að bregðast við þján­ing­um íbúa Gaza og að herkví svæðis­ins verði að ljúka. Mik­il­vægt sé að palestínsk yf­ir­völd taki ábyrgð á stjórn Gaza og sagði hann að víga­ferli sem eigi upp­runa sinn þar séu óá­sætt­an­leg.  

Þá lýsti Gunn­ar Bragi ánægju með aðild Palestínu að Alþjóðlega saka­mála­dóm­stóln­um og haf­rétt­ar­samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert