Endurráða ekki forstöðumanninn

mbl.is/Ernir

Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að stjórnin hafi ákveðið að endurráða ekki forstöðumann Reykjadals.

„Okkur þykir miður sú umræða  sem skapast hefur í kjölfarið. Stefnt er að jafn öflugu starfi í sumar eins og verið hefur um áratuga skeið. Starfsemin er í sífelldri þróun og fyrrgreind ákvörðun er liður í henni.  Fljótlega verður gengið frá ráðningu starfsmanns sem stýra mun starfseminni í Reykjadal,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á því í pistli á Facebooksíðu sinni í morgun að forstöðukonan hefði verið rekin um leið og hún snéri til baka úr barneignarleyfi.

„Hvað er hægt að koma lúalega fram við fólk?“ spurði Össur í færslunni.

Fyrri fréttir mbl.is um málið

„Þér er hér með sagt upp...“

Nýbökuð móðir ekki endurráðin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka