Á meðan smásöluverslunin almennt jókst fyrir síðustu jól þá dróst fataverslun saman um rúm 2%, samkvæmt mælingu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Veldur þetta kaupmönnum miklum áhyggjum.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir fataverslun ekki hafa náð sér á strik eftir hrunið. Hafa samtökin þrýst á stjórnvöld að lækka álögur á innfluttan fatnað.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra r að þetta sé til skoðunar.