Margrét hættir sem aðstoðarmaður Gunnars Braga

Margrét Gísladóttir.
Margrét Gísladóttir. mbl.is/Golli

Margrét Gísladóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, tilkynnti á facebooksíðu sinni í dag að hún hefði ákveðið að láta af störfum sem aðstoðarmaður ráðherra.

Margrét segir meðal annars í færslunni að „frá og með næstu mánaðamótum segi ég skilið við starf mitt sem aðstoðarmaður ráðherra. Framundan eru krefjandi og skemmtileg verkefni sem ég hlakka til að geta sagt ykkur betur frá síðar. Á sama tíma og ég er þakklát fyrir góða reynslu, gott samstarf og allt það frábæra fólk sem ég hef kynnst á undanförnum árum er ég afar spennt fyrir þeim tíma sem nú tekur við. Þetta verður eitthvað...“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert