Þekkir nánast alla í Mosfellsbæ

Hilmar Gunnarsson er ritstjóri Mosfellings.
Hilmar Gunnarsson er ritstjóri Mosfellings.

Bæjarblaðið Mosfellingur hefur verið gefið út í 13 ár og nýtur mikilla vinsælda meðal bæjarbúa. Ritstjóri blaðsins er hinn skeleggi Hilmar Gunnarsson en hann hefur ritstýrt blaðinu í tíu ár og var einungis 23 ára þegar hann tók við blaðinu af Karli Tómassyni sem var forseti bæjarstjórnar síðustu átta ár en hann er einnig þekktur sem trommuleikari Gildrunnar.

Spurður hverju megi þakka langlífi blaðsins segir Hilmar að dugnaður og lítil yfirbygging sé lykillinn. „Ég kem að öllum þáttum blaðsins, sel auglýsingar, tek myndir, brýt um og skrifa,“ segir Hilmar. Blaðið kemur út á þriggja vikna fresti og að sögn Hilmars hafa langflestir bæjarbúar komið fyrir í blaðinu.

„Maður þekkir nánast alla í bænum út af þessu,“ segir Hilmar. Blaðið kemur út í 4 þúsund eintökum í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. „Það eina sem ég geri ekki er að bera út blaðið. Þó skýst ég með blaðið til fólks ef það vantar í einhver hús,“ segir Hilmar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert