Vatnsrúmið bjargaði lífinu

„Mér leið eins og ég væri í draumi eða martrtöð,“ segir Tómasz Þór Veruson sem fannst sólarhring eftir að snjóflóðið féll í Súðavík fyrir tuttugu árum. Það sem bjargaði honum var að vera vafinn inn í vatnsrúm nágrannans í næsta húsi en Tómasz var einungis 10 ára gamall þegar flóðið féll.

Una Sighvatsdóttir, þáverandi blaðamaður mbl.is, talaði fyrir tveimur árum við Tómasz um reynslu sína en hann var kirfilega fastur undir snjófarginu og gat einungis hreyft vinstri höndina lítillega. Hér birtum við viðtalið að nýju ásamt myndum úr myndasafni mbl.is og Morgunblaðsins en Ragnar Axelsson ljósmyndari var einn þeirra ljósmyndara sem fyrstir urðu á staðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert