„Viljum hvorki gettó né hin illu öfl heimsins“

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson. mbl.is/Eggert

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, átti í dag fund með Ólafi Hall­dórs­syni og Sverri Agn­ars­syni, for­manni Fé­lags múslima á Íslandi, en Sverr­ir bauð Ásmundi í mosku fé­lags­ins í Reykja­vík. „Ég er ánægður með að eiga stuðning þeirra fé­laga fyr­ir ör­ugg­ara Íslandi,“ seg­ir Ásmund­ur.

Þetta kem­ur fram á Face­booksíðu þing­manns­ins, en hann komst í frétt­irn­ar í vik­unni fyr­ir um­mæli sín um múslima á Íslandi. Hann spurði hvort að bak­grunn­ur mús­líma á Íslandi hefði verið kannaður og hvort ein­hverj­ir ís­lensk­ir mús­lím­ar hefðu farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna. 

„Við átt­um hrein­skiptið sam­tal um skrif mín og viðbrögð við þeim. Þeir eru báðir sam­mála mér um mik­il­vægi þess að tryggja ör­uggt og friðsælt sam­fé­lag á Íslandi. Og til þess þarf eft­ir­lit, sam­starf og upp­lýs­ing­ar. Þannig vinna Banda­ríkja­menn með múslim­um segja þeir fé­lag­ar mér og þar ná öfga­hóp­ar ekki ár­angri. Við vilj­um hvorki gettó né hin illu öfl heims­ins hér á landi og við vilj­um taka sam­talið um það hvernig við tryggj­um traust og trúnað milli ólíkra hópa í land­inu. Vín­um að því með vit­legti umræðu þar sem virðing er bor­in fyr­ir öll­um skoðunum. 

Ég er ánægður að eiga stuðning þeirra fé­laga fyr­ir ör­ugg­ara Íslandi,“ skrif­ar Ásmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert