Ævintýrin enn gerast

Stúlkna­bandið The Charlies hef­ur sungið sitt síðasta, en meðlim­irn­ir, Alma Guðmunds­dótt­ir, Stein­unn Þóra Camilla Sig­urðardótt­ir og Klara Ósk Elías­dótt­ir ætla að halda áfram æv­in­týri sínu í Los Ang­eles. Þar hafa þær búið sam­an í lít­illi íbúð síðustu fimm ár og vin­skap­ur­inn hef­ur aldrei verið sterk­ari.

Frá því þær voru sem tán­ing­ar vald­ar úr hópi hundraða til að skipa hljóm­sveit­ina Nylon hafa þær upp­lifað æv­in­týra­lega hluti í tveim­ur af stærstu borg­um heims­ins.

„Um­gjörðin í kring­um okk­ur úti var mjög góð strax frá fyrsta degi. Teymið var flott og hlut­irn­ir voru í lagi. Við vor­um langt frá því að vera rík­ar, en okk­ur var búið þannig um­hverfi að við gát­um lifað af tón­list­inni. Við bjugg­um fyrsta árið aðallega á ann­ars flokks hót­el­um og í rútu, en bara það að geta lifað af tón­list­inni var al­gjör­lega frá­bært,“ seg­ir Stein­unn.

Ólíkt því sem marg­ir sjá fyr­ir sér er líf lang­flestra tón­list­ar­manna langt frá því að vera upp­fullt af glamúr og geng­ur miklu frek­ar út á mik­inn aga og dugnað.

„Við vor­um á sama tíma og við vor­um í tón­leika­ferðalagi á svo­kölluðum „School tour“, til að reyna að byggja upp mark­hóp ungra aðdá­enda, þannig að við vöknuðum fyr­ir all­ar ald­ir til að setja á okk­ur kvöld­farðann og fór­um svo í breska grunn­skóla og sung­um og dönsuðum,“ seg­ir Alma.

„Svo komu spurn­ing­ar á eft­ir, þaðan fór­um við oft­ar en ekki beint á út­varps­stöðvar og ef það var ekki tón­leika­ferðalag í gangi fóru kvöld­in í ,,gigg“ á smærri stöðum. Svona gekk þetta dag eft­ir dag og þetta var frá fyrsta degi brjáluð vinna og ekki al­veg sami glamúr­inn og marg­ir halda. Við sáum strax að það væri lít­ill tími fyr­ir djamm eða vit­leysu ef dæmið ætti að ganga upp og ég held ég geti með góðri sam­visku sagt að við höf­um all­ar verið gríðarlega ein­beitt­ar frá fyrsta degi,“ seg­ir Stein­unn.

Árið 2009 komst al­vöru skriður á mál­in og þær fóru loks út til Los Ang­eles, meðal ann­ars til þess að hitta yf­ir­menn plötu­fyr­ir­tæk­is­ins Hollywood Records.

„Við mætt­um þarna skjálf­andi á bein­un­um, ein af okk­ur fár­veik og upp­full­ar af stressi. For­stjór­inn sjálf­ur tók á móti okk­ur á skrif­stof­unni sinni, þar sem okk­ur var boðið upp á viskí og spurðar hvort við vær­um ekki klár­ar í slag­inn. Okk­ur var boðið að syngja á staðnum, sem við gerðum. Þrír­ödduð lög án und­ir­leiks og í kjöl­farið var okk­ur boðið að skrifa und­ir samn­ing á staðnum. Okk­ur fannst við hafa him­in hönd­um tekið og vor­um al­sæl­ar. En eft­ir á að hyggja hefði fólkið í kring­um okk­ur átt að ráðleggja okk­ur bet­ur. Þegar þú færð samn­ing á borðið áttu að fara með hann í öll önn­ur mögu­leg plötu­fyr­ir­tæki og bíða með ákvörðun, í stað þess að skrifa strax und­ir eins og við gerðum,“ seg­ir Stein­unn.

Frá ár­inu 2013 hef­ur stefnt í enda­lok stúlkna­bands­ins The Charlies, þó að það sé ekki fyrr en nú fyrst sem ákvörðunin ligg­ur end­an­lega fyr­ir. Þær hafa ákveðið að ljúka því tíma­bili form­lega, en munu þó all­ar vinna áfram í tónlist og halda áfram að búa sam­an. Eins segja þær nán­ast sjálf­gefið að þær muni að ein­hverju marki starfa sam­an að verk­efn­um þegar þar að kem­ur.

„Það er tölu­vert síðan við áttuðum okk­ur á því að hæfi­leik­ar okk­ar liggja á ólík­um sviðum, þó að þeir skar­ist líka. Allt þetta margra ára ferli hef­ur skerpt á því. Ég hef lengi fundið að mig lang­ar mest að vinna að því að koma tónlist á fram­færi og er að fara að stofna fyr­ir­tæki með Soffíu Krist­ínu Jóns­dótt­ur. Fyr­ir­tækið mun heita Ice­land Sync og mun meðal ann­ars sér­hæfa sig í að koma ís­lensku efni til Banda­ríkj­anna. Við erum þegar byrjaðar að vinna með nokkr­um lista­mönn­um, en það þarf varla að taka það fram að ég mun að sjálf­sögðu vilja vinna með Ölmu og Klöru í að koma þeirra efni á fram­færi,“ seg­ir Stein­unn.

„Ég vil ein­beita mér að því að semja tónlist fyr­ir aðra, en mun líka syngja eitt­hvað sjálf. Hluti af því verður tónlist sem verður vænt­an­lega ólík því sem við höf­um gert sam­an, en það verður að fá að koma dá­lítið í ljós með tím­an­um,“ seg­ir Alma.

„Ég mun fyrst og fremst halda áfram að syngja og er kom­in með drög að plötu, sem ég vona að Íslend­ing­ar fái að heyra fyrst­ir von bráðar,“ seg­ir Klara.

Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir og Alma Guðmundsdóttir.
Stein­unn Þóra Camilla Sig­urðardótt­ir, Klara Ósk Elías­dótt­ir og Alma Guðmunds­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert