Minna skilar meiru

Verðbólgan étur miklar launahækkanir.
Verðbólgan étur miklar launahækkanir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Launahækkun upp á 3,5% á ári næstu þrjú árin myndi auka ráðstöfunartekjur heimilanna meira en ef launahækkun lækna gengi yfir línuna.

Þetta sýna niðurstöður sviðsmynda í samanburði Samtaka atvinnulífsins. Kaupmáttur launa myndi aukast um 4% á þremur árum við 3,5% árlegar launahækkanir. 30% launahækkun, í takti við það sem læknar sömdu um, myndi hins vegar ganga að mestu leyti til baka í gengisfalli og aukinni verðbólgu og kaupmáttur launa myndi aðeins aukast um 2%.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, að þetta sé í samræmi við útreikninga Seðlabankans fyrir síðustu kjarasamninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert