Þrjár bílveltur urðu á Reykjanesbrautinni í morgun og gerðust þær allar um hálftíu leytið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þurfti að flytja einn aðila á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir bílveltu við Brunnhóla.
Enginn slasaðist í hinum veltunum en þær voru við Vogaafleggjara og í Hvassahrauni.
Slysin eru öll rekin til hálku á brautinni en einn lögregluþjónn var jafnframt fluttur á slysadeild en hann féll í hálku og meiddist á fæti.