Fékk hatursskilaboð eftir ræðuna

Nadia Tamimi ákvað að tala frá hjartanu um sína upplifun …
Nadia Tamimi ákvað að tala frá hjartanu um sína upplifun á málþingi um söðu múslima í gær. Ljósmynd/Andres Zoran Ivanovic

„Ég læt þetta ekki á mig fá, þetta efl­ir mig frek­ar í mínu,“ seg­ir Nadia Tamimi, sem í gær hélt ræðu á málþingi um stöðu múslima, en hún hef­ur nú birt nafn­laus hat­urs­skila­boð sem henni bár­ust í gær­kvöldi.

Nadia er múslimi, en hún sagði í sam­tali við mbl.is í gær að hún væri kom­in með nóg af for­dóm­um, og því hafi hún ákveðið að segja sögu sína.

„Maður verður að þola þetta“

„Það kom fjöldi nei­kvæðra skila­boða inn á komm­enta­kerfi við frétt­ir í gær, en þetta eru einu skila­boðin sem ég hef fengið per­sónu­lega. Maður verður bara að þola það,“ seg­ir Nadia, en bæt­ir við að stærst­ur hluti skila­boða sem henni bár­ust í gær hafi verið já­kvæð. „Ég hef fengið mjög mikið af já­kvæðum póst­um og einka­skila­boð frá fólki sem ég þekki ekki neitt og vildi sýna stuðning. Hitt fölnaði gjör­sam­lega í sam­an­b­urði.“

Nadia ákvað í kjöl­far skila­boðanna að birta fram­veg­is öll hat­urs­skila­boð sem hún fær op­in­ber­lega á Face­book-síðu sinni. „Ég held að það sé bara gott að fólk fái að sjá þetta, þá fer fólk kannski aðeins að sjá af sér áður en það send­ir svona.

Geta ekki rakið skila­boðin

Skila­boðin koma frá nova.is, en síma­fyr­ir­tækið get­ur ekki rakið skila­boðin að sögn Nadiu. „Það eina sem þeir geta gert er að loka fyr­ir núm­erið mitt á nova.is, en ung­lings­strák­ur­inn minn not­ar vefsíðuna stund­um til að senda mér skila­boð svo ég get ekki gert það.“

Þá seg­ir hún mjög erfitt að kæra skila­boð sem þessi, enda sé ekki um eig­in­lega hót­un að ræða. „Þetta er svo sann­ar­lega áreiti en það er lítið hægt að gera í því.“

Gagn­rýnd fyr­ir að taka dæmi um ömmu sína sem var myrt

Í ræðu sinni tók Nadia nær­tækt dæmi um það þegar amma henn­ar var myrt á heim­ili sínu í Espigerði árið 1999. „Það var ís­lensk­ur krist­inn maður sem réðst á hana af til­efn­is­leysi og stakk hana hrotta­lega 17 sinn­um. Ég hef aldrei hugsað um að dæma Íslend­inga eða kristna menn út frá þessu. Ég dæmi aðeins þenn­an eina mann fyr­ir það sem hann gerði,“ sagði hún.

Nadia seg­ir fólk hafa gagn­rýnt hana fyr­ir að taka þetta dæmi, þar sem amma henn­ar hefði ekki verið myrt í trú­ar­leg­um til­gangi. „Þeim finnst þetta ekki góð sam­lík­ing en ég er aðallega að benda fólki á að dæma ein­stak­linga út frá gjörðum sín­um en ekki heilu trú­ar­hóp­ana eða eft­ir þjóðerni. Það var til­gang­ur­inn með því að taka þetta dæmi.“

Loks seg­ist hún mjög ánægð með það að hafa haldið ræðuna, og von­ast til þess að hún hafi vakið ein­hverja til um­hugs­un­ar. Þá seg­ist hún vera í skýj­un­um með góðu viðbrögðin og sam­hug­inn sem hún hef­ur fundið fyr­ir.

Frétt mbl.is: „Kom­in með nóg af for­dóm­um“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert