Björgvin hafnar ásökunum um fjárdrátt

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Björg­vin G. Sig­urðsson, sem ný­lega lét af störf­um sem sveit­ar­stjóri Ása­hrepps, hafn­ar þeim ásök­un­um um fjár­drátt sem born­ar voru á hann í Frétta­blaðinu í morg­un.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Björg­vin sendi fjöl­miðlum seg­ir hann að „[v]ið gerð sam­komu­lags um starfs­lok mín á föstu­dag­inn kom fram að skuld mín við hrepp­inn nam um ein­um mánaðarlaun­um, að stærst­um hluta vegna einn­ar fyr­ir­fram­greiðslu upp á 250 þúsund krón­ur frá í nóv­em­ber í fyrra. Sú greiðsla var ræki­lega merkt fyr­ir­fram greidd laun til Björg­vins og fjarri lagi að til­raun hafi verið gerð til að leyna henni með nein­um hætti. Þvert á móti er færsl­an merkt sem slík í reikn­ingi sveit­ar­fé­lags­ins.“

Þá seg­ir hann það hafa verið „mis­tök og rangt af [sér] að biðja ekki um heim­ild frá odd­vita vegna fyr­ir­fram­greiddra launa og ákv­arðana um öll út­gjöld. Því biðst [hann] af­sök­un­ar á, enda fór ég þar ekki að regl­um um út­gjöld.“

Yf­ir­lýs­ing Björg­vins í heild:

„Vegna umræðu um starfs­lok mín í Ása­hreppi skal það tekið fram að ekki var um fjár­drátt að ræða af minni hálfu. 

Við gerð sam­komu­lags um starfs­lok mín á föstu­dag­inn kom fram að skuld mín við hrepp­inn nam um ein­um mánaðarlaun­um, að stærst­um hluta vegna einn­ar fyr­ir­fram­greiðslu upp á 250 þúsund krón­ur frá í nóv­em­ber í fyrra. Sú greiðsla var ræki­lega merkt fyr­ir­fram greidd laun til Björg­vins og fjarri lagi að til­raun hafi verið gerð til að leyna henni með nokkr­um hætti. Þvert á móti er færsl­an merkt sem slík í reikn­ingi sveit­ar­fé­lags­ins.

Aðrar færsl­ur komu fram á nót­um og var sú stærsta þeirra kaup á mynda­vél, ætluð til nota fyr­ir heimasíðu og fleira, og voru það mín mis­tök að bera ákvörðun um kaup á henni ekki und­ir minn yf­ir­mann.  

Það voru mis­tök og rangt af mér að biðja ekki um heim­ild frá odd­vita vegna fyr­ir­fram­greiddra launa og ákv­arðana um öll út­gjöld. Því biðst ég af­sök­un­ar á, enda fór ég þar ekki að regl­um um út­gjöld, Aldrei stóð annað til að en að þau út­gjöld yrðu gerð upp sem laun til mín, líkt og merk­ing á fyr­ir­fram launa­greiðslunni ber með sér.

Björg­vin G. Sig­urðsson.“

Í Frétta­blaðinu er haft eft­ir Agli Sig­urðssyni, odd­vita Ása­hrepps, að „þetta [sé] leiðinda­mál sem kom bless­un­ar­lega mjög fljótt upp á yf­ir­borðið. Líkt og flest sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki gera þá er það ekki sami maður sem bók­ar, samþykk­ir og greiðir. Það kerfi virkaði sem skyldi í þessu máli.“

Seg­ir Björg­vin hafa dregið sér fé

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert