Lítið gert í offituvandanum

Heilsukonurnar Hildur Kristjánsdóttir, t.v., og Erla Gerður Sveinsdóttir læknir vilja …
Heilsukonurnar Hildur Kristjánsdóttir, t.v., og Erla Gerður Sveinsdóttir læknir vilja nýja nálgun í heilsurækt.

Svo til ekkert hefur verið gert til að berjast gegn offitu á Íslandi eftir að ráðgjafarfyrirtækið Boston consulting group gerði úttekt á íslenska heilbrigðiskerfinu árið 2011. Þar kom m.a. fram að offita er meðal helstu heilsufarsvandamála á Íslandi. Um 20% Íslendinga glíma við offitu.

„Í sjálfu sér hefur ákaflega lítið verið gert. Velferðarráðuneytið kom upp hópi fagfólks til að koma með tillögur til úrbóta eftir að skýrslan kom út. Sumar þeirra rötuðu inn í heilbrigðisáætlun til ársins 2020 en framkvæmdin hefur lítið sem ekkert skilað sér,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir hjá Heilsuborg og formaður Félags fagfólks um offitu.

Að sögn hennar hafa fimm helstu áhættuþættir dauðsfalla í heiminum verið skilgreindir. Þar er offita í fimmta sæti á eftir háum blóðrýstingi, reykingum, háum blóðsykri og hreyfingarleysi. „Hins vegar þarf að taka það fram að hreyfingaleysi og offita fara gjarnan saman og fylgjast fast að þegar kemur að heilsufarsógn,“ segir Erla í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka