Um 20 þúsund hafa flutt

Ánægð í Noregi: Hjónin Marín Kristjánsdóttir og Magnús Þór Gunnarsson …
Ánægð í Noregi: Hjónin Marín Kristjánsdóttir og Magnús Þór Gunnarsson með dóttur sinni Lindu Magnúsdóttur. mbl.is

Ekk­ert lát virðist vera á flutn­ing­um Íslend­inga til starfa á hinum Norður­lönd­un­um, því enn er mik­il eft­ir­spurn eft­ir störf­um í Nor­egi að sögn verk­efn­is­stjóra hjá EURES-vinnumiðlun­inni sem rek­in er á veg­um Vinnu­mála­stofn­un­ar. Nú er hóp­ur­inn sem þangað leit­ar tals­vert fjöl­breytt­ari en hann var fyrst eft­ir banka­hrun. Þá var mikið um iðnaðar­menn en nú leit­ar þangað fólk með ýmsa mennt­un og starfs­reynslu.

Árin 2008 til 2013 fluttu fleiri en 17.000 Íslend­ing­ar til Dan­merk­ur, Nor­egs og Svíþjóðar. Að viðbætt­um töl­um fyr­ir fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, en heild­ar­töl­ur liggja ekki fyr­ir, hafa um 20.000 Íslend­ing­ar flutt til land­anna þriggja á þessu tíma­bili.

Vel tekið á móti Íslend­ing­um

Marín Kristjáns­dótt­ir og Magnús Þór Gunn­ars­son fluttu frá Hafnar­f­irði til Ber­gen í Nor­egi fyr­ir tæp­um þrem­ur árum ásamt Lindu dótt­ur sinni. Þau láta vel af bú­set­unni, vinnu­tím­inn sé styttri og þar sé ým­is­legt gert til að létta ungu fólki róður­inn í námi og íbúðar­kaup­um. Þá segja þau Norðmenn taka afar vel á móti Íslend­ing­um.

Hjón­in eru í svipuðum störf­um þar ytra og þau voru í hér heima og því hægt um vik að bera sam­an kaup og kjör. „Við um­reikn­um ekki í ís­lenskr­ar krón­ur til að bera sam­an laun­in,“ seg­ir Magnús. „Við miðum við neyslu­vör­ur; hvað við fáum marga lítra af mjólk eða bens­íni fyr­ir tíma­kaupið. Útkom­an er sú að laun eru um tvö­falt hærri hér í Nor­egi.“

Fjöl­skyld­an í Ber­gen er meðal þeirra mörg þúsund Íslend­inga sem hafa flutt til Dan­merk­ur, Nor­egs og Svíþjóðar á síðustu árum. Ástæðurn­ar fyr­ir flutn­ingn­um eru mis­mun­andi, eins og blaðamaður Morg­un­blaðsins komst að raun um þegar hann sótti nokkra úr þess­um hópi heim. Þau viðtöl má lesa í Morg­un­blaðinu í dag og næstu fimm daga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert