Tæpur milljarður í farmiða á ári

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Ríkinu ætti að vera í lófa lagið að sækja ríflega afslætti fyrir þjónustu flugfélaga eins og aðra í krafti stærðar sinnar sem einn stærsti viðskiptavinur þeirra en það hefur ekki gerst. Þetta kom fram í máli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld.

Ólafur sagði ekkert útboð hafa farið fram í þessum efnum frá árinu 2011 og að ástæða þess væri sú að forstöðumenn ríkisstofnana teldur enga þörf á því. Fram kom í Katljósi að samkvæmt svari frá fjármálaráðuneytinu væri kostnaður ríkissjóðs vegna farmiðakaupa í tengslum við ferðir erlendis um 900 milljónir króna á ári. 

Ráðuneytið sagðist hins vegar ekki hafa upplýsingar um það hver væri hlutir einstakra flugfélaga í því sambandi þar sem það væri ekki greinanlegt í bókhaldi Fjársýslu ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert